Thursday, November 30, 2006

Ekki er öll vitleysan eins!

Veriði velkomin á þessa "blogg" síðu sem verður tileinkuð andlegum krankleika beint og óbeint. En fof. óbeint. Fékk semsé þá frábæru hugmynd að "Blogga" um þá upplifun sem undirbúningur undir Marathon er, með Sigrum og Sárum stundum. En fof Sigrum (regla nr. 1: aldrei að einblína á "mistök" og "erfiðleika". Frekar að eigna slíkt öðru fólki og eigna sér góðan árangur sinn og jafnvel annara. Sbr. afhverju kaupirðu þér ekki bara kú!?). Stefnan er sett á Kaupmannahafnar Marathonið 20/5 2007. Og þá getur maður spurt sig hversvegna Marathon og afhverju í Köben en ekki annarstaðar?

Svarið er ekki einfalt..... Svo ég held ég reyni ekki einusinni.

Er búinn að hlaupa i 3 daga nú markvist fyrir atburðinn við einkar góðar aðstæður, veðrið gott og ég ekki í vinnu. Hingað til engir árekstrar og mikill hugur í stráknum.

Hef fengið mismunandi viðbrögð við áforminu, "Já þú hefðir gaman að því" (IF); "Ertu klikkaður?!" (FJ). Hef ekki gefið upp alla von um að ná Frosta með mér í vitleysuna en það mun tíminn einn leiða í ljós.

Jæja, nóg að sinni. Best að gíra sig upp i þetta með ráðum og dáð. Já og ekki að gleyma möntrunni: Ég er maraþon hlaupari, ég ætla að hlaupa maraþonið!

Í dag 3 mi. Ekkert mál!