Saturday, December 30, 2006

Allir vasar fullir af möl!

Makalaust hvað dagsformið hefur mikið að segja. Hljóp 6 mi. í smá sunnan golu, 9°C og smáskúrum, sem hingað til hefur ekki talist slæmt hlaupaveður. Leið eins og ég væri í steypustígvélum alla leið, að niðurlotum kominn þegar yfir lauk. En þetta hafðist.

Fórum í jólahádegis mat/kaffi hjá Hrafni og Ástu. hittum margt góðra, ma. Tóta og Rósu, Loga og, hjónakornin, Ástu og Hrafn. Myndarlega tekið á móti manni þar eins og við var að búast. Svo er það vaktin í kvöld og óskir um að það taki ekki frá manni nætursvefninn. Það verður að koma í ljós!

Thursday, December 28, 2006

Nei vitiði... Þessi var engum líkur!

Stutt í dag. Veður eins og það verður fegurst, logn, 5°C og heiður himin. Ákvað að greikka aðeins sporið og sjá hvað gerðist, rakaði af ca. 3 min. frá hægasta tíma á þessari leið.

Fórum auk þess með p+m í göngu upp á Fjellet-ið í blíðunni og sýndum þeim útsýni yfir 2 vötn OG sjó (1 vatni meira en hægt er nokkurstaðar í Svíþjóð!) skoðuðum staðhætti, Norðmenn og aðra fugla á leiðinni og átum svo brauð og jólakæfuna með rauðkáli þegar heim kom. Svo er stefnan sett í Helgös að versla á eftir, kannski maður finni bjór!?

Wednesday, December 27, 2006

Hver öðrum líkur

Frekar finnst mér dagarnig vera öðrum likir þessa dagana. Ævarandi stillur og mæruveður og bjart yfir. Hljóp mínar 4 mi. í dag í þungum þönkum yfir hversdagslegum hlutum eins og egin ræfildómi og annara hér í landi. Veðrið stillt og háþungbúið og 6°C. Semsé allt eins og áður. Ég ætla að hlaupa 3 mi. á morgun ef ég verð ekki alveg búinn á því eftir að hafa sótt foreldrana á flugvöllinn í nótt, þe. ef þau merja það frá millilandafluginu yfir í innanlandsann. Stendur nú þegar tæpt þar sem fluginu þeirra seinkaði um 20 min.

Samt ekki alveg rétt sem ég er að segja um hversdagsleikann. Sátum hjá Marianne, mömmu Kjell Inge vinar Ara og ritara á göngudeildinni við góðan viðurgjörning og afskaplega fallegt útsýni. Góð kona hún Marianne!

Og að lokum spakmæli: Hver er sínum gjöfum líkastur.

Monday, December 25, 2006

Og dagarnir líða

Stutt hlaup í dag, 3 mi. án nokkurra vandræða. hljóp eins og vindurinn, sem var NB enginn í kvöld, 6°C, og komst heill heilsu heim.

Borðuðum hið lögskylda hangikjöt og meðlæti í kvöld, ekki af verri sortinni. Börnin alveg hreint yndisleg um jólin, meiriháttar bardagi við að ná þeim í rúmið eins og gengur, eins og það á að vera um jólin.

Saturday, December 23, 2006

Lengsta hlaup ævinnar!

Já ég segi það satt! Ég hef aldrei hlaupið svona langt eins og Þorláksmessu 2006. Næstum 13 km. Og gekk vel bara svei mér þá. alveg sjúklega mjúkur og sennilega vel úthvíldur eftir að hafa misst af seinna stutta hlaupinu í vikunni. En þetta var nú afrekað í smá gjólu, fáeinum regndropum (mikið fleiri svitadropum) og nærri 10 °C hita (í lok desember!).

Geri þetta sko pottþétt aftur seinna en nú tekur við niðurkeyrsla aftur, stutt hlaup alla næstu vikur, stigvaxandi áður en hin raunverulega þjálfun hefst. En það verður að segjast að eftir svona daga finnst manni alveg raunhæft að maður eigi eftir að ná settu marki.

Og að lokum, koma sér í Lotus stellinguna og kyrja: "I am a marathon runner, I´m gona run the marathon".

Wednesday, December 20, 2006

Daginn eftir

Fór fyrsta lengda millilanga hlaup í gær, 5 mi. Stokkavatnið eftir vakt hjá Þóru í mildu súldarveðri. Ekkert að því en er orðinn heldur stífur í kálfunum svo það tók mig ca. 1/2 hlaupið að mýkja mig aðeins upp. Hafðist samt og smám saman virðist meðalpúlsinn vera á leið niður og meðalhraðinn lítið eitt á leið upp. Sýnilegur árangur í tölum allavega!

Monday, December 18, 2006

Fra vinnustadnum

Sit her a vaktinni i makindum og slæ inn thessar linur. Attum aldeilis sallafina helgi i Bergen med skøtuhjuum Arne og Sigrunu asamt børnum i godu yfirlæti og saum jafnvel til solar og i heidan himin! Get sannad thad, tok myndir. Hljop langt hlaup a laugardaginn, 7 mi., i thægilegu umhverfi, nanast jafnsletta kringum vatn. Nadi ad kaupa jolagjofina fyrir mina heittelskudu med godri hjalp fra Sigrunu via Arne (svona "nurse style" ordinasjon).

Svo var thad stutt hlaup i dag 3 mi. sem tels ordid varla med lengur. Gæti ordid fatt um finda drætti næstu daga thar sem Thora er ad vinna øll kvøld. Sjaum samt hvad setur med thad:)

Wednesday, December 13, 2006

Mér finnst rigningin góð

Já bara svei mér þá! Þetta verður allt svo mikið bærilegra. Tala nú ekki um ef það er lágskýað að birtan verður mikið meiri í annars grámóskulegu skammdegis eftirmiðdeginu. Hljóp 4 mi. í dag. Fann í dag í fyrsta sinn að ég átti meira til en hljóp samt rólega og var heldur hægari en þegar ég byrjaði. Ekki ástæða til að slíta sér út og fá verki og þurfa að hætta, eða hvað?

Svo ég held ég gerist áskrifandi að áframhaldandi rigningu. Í þeim anda er ég nánast ákveðinn í að hlaupa í Bergen um helgina þegar við förum í heimsókn til Arne og Sigrúnar, langur dagur þá með 7 mi. hlaupi.

Talandi um langan dag, þá gleymdist að skrá fyrir síðasta laugardag, þá hlaupnir tæpl. 10 km. kringum Stokkavatnið hið meira og lítið eitt til! Var lurkum laminn eftir það en með hjálp bólgueyðandi lyfja er það alveg yfirstíganlegt.

Tuesday, December 12, 2006

Holdið er veikt....

Hásin vinstri fótar er aum, held ég. Verð víst bara að taka bólgueyðandi og halda ótrauður áfram.

Í dag var það konfekt, náði semsé að koma heimatilbúnu marsípani á neysluform. Hér er nú hafin löng hefð, húrra!

Monday, December 11, 2006

Mánudagar til framdráttar

Og enn er komið að því, stutta hlaupi vikunnar, 3 mi. Kláraði það og bakaði svo saffran skorpur.

Ari fyrst hitalaus í dag, skóli á morgun og svo fullt stím á miðvikudaginn með SFO og öllu!

Friday, December 8, 2006

Dagsfærsla

Enn rignir. Enn ein vaktin. Enn er Ari með hita. Hefur þó lyst á ís og frostpinna svo nú er að ganga á lagið. Viktin í gær sýndi 27.9 kg. Langihlaupadagurinn á morgun.

Thursday, December 7, 2006

3 mi. og áfram hiti

3 mi. Rigning af og til en aldeilis súpert annars. Erfitt en gekk samt suðruðlaust.

Ari ennþá með hitaköst og nú farinn að kvarta um verki í hæ. öklalið og í öxlinni þegar hann andar djúpt. Já þetta er ein dularfull og langdregin pest!

Wednesday, December 6, 2006

Myrkrahlaup og hitaköst

Fyrsti hlaupadagur eftir vinnu. Heilmikið havarí í vinnunni og nánast ekki tími til að borða. Hljóp 4 mi. í myrkri og verð að segja að það hafði áhrif á "upplifunina", heldur þyngri á mér en undanfarið. en kláraði þetta án vandkvæða.

Ari ennþá lasinn með hitaköst ca. 1sinni á dag, þá nánast með óráði en hressist seinnipartinn. Þessu má nú alveg fara að linna!

Monday, December 4, 2006

Heldur þokast, eða?.....

Hægt mjakast þetta. Sitjum heima feðgar og bíðum þess sem koma skal. Ari ennþá með 39 °C hita, draugslappur og lafmóður. Sjáum hverju Panodil fær áorkað en annars verður þetta að lokum innlögn ef ekki vill betur. Svosem ekki útilokað heldur að þetta sé Mycoplasma lungnabólga og þá hefur Penicillínið ekki mikið að segja. En þetta kemur í ljós.

Annars stefnt að 3 mi. í dag í haustveðri par exc. (lesist: algert hratviðri). Kem seinna betur að því.

(Seinna sama dag)

Jæja, búinn að fara með drenginn á sjúkrahús þar sem hann var tæplega með rænu fyrri hluta dags. Haði glæpst tilað gefa honum hitalækkandi og stóðu þannig endar saman að þegar á sjúkrahúsið kom var minn maður alveg stálsleginn, gerði að gamni sínu við læknaliðið og spjallaði og hló. Passaði náttúrulega ekki við mína lysingu á honum nokkrum korterum fyrr! Fékk dóminn ekki lungnabólga en best að halda árfam með Pencillínið. Þannig fór nú það.

Hljóp svo 3 mi. í roki og rigningu. Komst að því að rigning og rok er ekki slæmt veður til að hlaupa í. Í andarslitrunum upp "Fjellið" (lesið: fjEllið-IÐ!! að Frostskum hætti) en í góðum gír restina enda allt niðrímóti eða með vindi eftir það. Jújú, þetta þokast.

Sunday, December 3, 2006

Hratviðri og lungnabólga

Haustið er að herða tökin með rigningu og kulda, hitinn hefur fallið niður undir 8 °C! Engin hlaup á planinu í dag en nú fer að reyna á þrautseigjuna.

Ari byrjaður á Pencillíni með lungnabólgu uppúr kvefpest. Gubbar, hóstar og er eins og ræksni. Sett fullt spítt i að vökva drenginn upp og koma í hann sýklalyfjum. Þetta hlýtur að hafast.

Saturday, December 2, 2006

Langa hlaup vikunnar

Til í slaginn en hálf stirður í byrjun. Mýktist upp þegar á leið. Stokkavatns hringurinn tekinn (mas rétt rúmlega), ekki kveikt á úrinu fyrr en eftir smá spotta. Í heldina rúml. 8 km. Gott veður, lettskýjað eftir heljar dembu og haglél. Þarf að sprengja helvítis blöðruna undir ilinni í dag! Já og byrja kanski fyrr á morgnana, prófa það næst.

Friday, December 1, 2006

Slagviðrið er hafið

Í dag engin hlaup, stóð reyndar ekki til heldur. Rignir í roki en ekki til vandræða kalt.

Ari ennþá lasinn en búinn að fá tékk hjá alvöru lækni sem gaf honum helgina til að batna.

Já og svo stefnt að Rómeo og Júlíu, love is in the air, í kvöld, kanski á morgun ef hægt er að breyta miðunum. Sjáum til.

Thursday, November 30, 2006

Ekki er öll vitleysan eins!

Veriði velkomin á þessa "blogg" síðu sem verður tileinkuð andlegum krankleika beint og óbeint. En fof. óbeint. Fékk semsé þá frábæru hugmynd að "Blogga" um þá upplifun sem undirbúningur undir Marathon er, með Sigrum og Sárum stundum. En fof Sigrum (regla nr. 1: aldrei að einblína á "mistök" og "erfiðleika". Frekar að eigna slíkt öðru fólki og eigna sér góðan árangur sinn og jafnvel annara. Sbr. afhverju kaupirðu þér ekki bara kú!?). Stefnan er sett á Kaupmannahafnar Marathonið 20/5 2007. Og þá getur maður spurt sig hversvegna Marathon og afhverju í Köben en ekki annarstaðar?

Svarið er ekki einfalt..... Svo ég held ég reyni ekki einusinni.

Er búinn að hlaupa i 3 daga nú markvist fyrir atburðinn við einkar góðar aðstæður, veðrið gott og ég ekki í vinnu. Hingað til engir árekstrar og mikill hugur í stráknum.

Hef fengið mismunandi viðbrögð við áforminu, "Já þú hefðir gaman að því" (IF); "Ertu klikkaður?!" (FJ). Hef ekki gefið upp alla von um að ná Frosta með mér í vitleysuna en það mun tíminn einn leiða í ljós.

Jæja, nóg að sinni. Best að gíra sig upp i þetta með ráðum og dáð. Já og ekki að gleyma möntrunni: Ég er maraþon hlaupari, ég ætla að hlaupa maraþonið!

Í dag 3 mi. Ekkert mál!