Thursday, December 27, 2007

Svissen frýling únd noijar

3. jóladagur. Hér hefur jólaheimsókn foreldranna gengið yfir, aðfangadegi fagnað með viðeigandi ofáti og jólagjafasundrun. Svo vaknar maður upp við timburmenn ofneyslu síðastliðinna daga og býr sig undir næstu lotu(græðgi). Þó vill nú svo vel til að ég er að vinna gamlárskvöld/nýársnótt.

Svona á jóladögunum gefst manni tími til að "reflektera" síðastliðið ár með vissum söknuði og votti af trega. Af einskonar melankólískri introspektívri sjálfsvorkun, um allt sem maður hefði átt að gera mikið betur en maður gerði en gerði ekki en mun sennilega gera öðruvísi næst en samt sennilega ekki......!

Árið má sennilega taka saman í orðum Lawrence Durrell sem sagði: " Vinna er blessun dulbúin sem bölvun". Samkvæmt þessum orðum höfum við hjónin notið blessunar þessi jólin.

Og orð Ernst von Feuchtersleben eru tvímælalaust mottó næsta árs: " Að breyta sjálfum sér er engum auðið - en að bæta sig, það geta allir.

Gleðileg jól allir saman, og takk fyrir mig!

Sunday, December 16, 2007

Allir dagar fyrstir af restlifuðu

Hér líða dagarnir hver af öðrum og á niðurteljaranum sem sýndi rúmlega 900 daga þegar við fluttum hingað eru nú aðeins 27 eftir. Svona hefur þetta potast dag fyrir dag á þess að maður hafi tekið eftir. Heyrði haft eftir einhverju norsku skáldi: "Allir þessir dagar sem komu og liðu, ekki vissi ég að það væri lífið!" Skemmtilega að orði komist.

Annars vil ég tileinka þennan pistil Vali félaga mínum. Hann er alkóhólisti. Hann er líka góður drengur sem mér þykir mikið til koma.

Wednesday, December 12, 2007

Ein af höfuðsyndunum

Hér hefur lítið verðið skrifað upp á síðkastið. Fyrir því er ein ástæða, ekki að tími hafi verið af skornum skammti. Ég er búinn að vera í fríi í 1 1/2 viku. Nei ástæðan er einföld og er helst sú að ég einmitt er í fríi, held að þeim minna sem maður hefur að gera þeim minna gerir maður. Og svo er líka eins og maður geti sofið allan sólarhringinn við þessar aðstæður og á þessum árstíma. Erettekki mErkileggt!

Friday, December 7, 2007

En tíminn líður ekki!

Og aldrei koma jóólin! Eins og sungið var hér forðum. Hér líður tíminn samt alveg eðlilega fyrir sig. Smám saman pjakkast aðstaðan í kjallaranum og stefnt að því að setja eitthvert gólfefni til bráðabirgða svo það verði nothæft.

Íslandsjólapakkarnir fóru í póstinn í fyrradag ásamt umsókn um sérfræðingsleyfi svo nú veður á súðum hjá útlegðarfjölskyldunni! Í gær var líka haldin aðventuhátíð bæði hjá Írisi í leikskólanum og hjá Ara í skólanum. Og eins og vant er gleymdist myndavélin heima. Þið verðið bara að ímynda ykkur hvernig þetta var.

Já!... Fuglarnir og sólin?...