Thursday, December 27, 2007

Svissen frýling únd noijar

3. jóladagur. Hér hefur jólaheimsókn foreldranna gengið yfir, aðfangadegi fagnað með viðeigandi ofáti og jólagjafasundrun. Svo vaknar maður upp við timburmenn ofneyslu síðastliðinna daga og býr sig undir næstu lotu(græðgi). Þó vill nú svo vel til að ég er að vinna gamlárskvöld/nýársnótt.

Svona á jóladögunum gefst manni tími til að "reflektera" síðastliðið ár með vissum söknuði og votti af trega. Af einskonar melankólískri introspektívri sjálfsvorkun, um allt sem maður hefði átt að gera mikið betur en maður gerði en gerði ekki en mun sennilega gera öðruvísi næst en samt sennilega ekki......!

Árið má sennilega taka saman í orðum Lawrence Durrell sem sagði: " Vinna er blessun dulbúin sem bölvun". Samkvæmt þessum orðum höfum við hjónin notið blessunar þessi jólin.

Og orð Ernst von Feuchtersleben eru tvímælalaust mottó næsta árs: " Að breyta sjálfum sér er engum auðið - en að bæta sig, það geta allir.

Gleðileg jól allir saman, og takk fyrir mig!

No comments: