Wednesday, January 23, 2008

Hokkí



Krakkarnir komnir á fullt skrið í hokkíinu og bæði farin að renna eins og hetjur. Maður sér dagamun á þeim, aldeilis gaman það! Og það sem ekki skemmir fyrir er að þau virðast bæði hafa mjög gaman að þessu. Annars sá Íris listtdansstelpurnar æfa sig fyrir síðasta hokkítíma og starði opinmynt með stjörnur í augum. Þetta ætlaði hún sko að læra!

Sunday, January 20, 2008

Hver dagur öðrum ólíkur

Jæja, sunnudagurinn er kominn og fjölskyldan sundruð. Þe. Ari fékk að gista hjá bekkjarfélaga sínum og vini honum Espen í nótt. Sofnuðu seint og vöknuðu snemma samkvæmt Evu mömmu hans.

Ég búinn að hlaupa við Stokkavatnið í dag og Íris og Þóra búnar í tölugöngu þar sem öll númer frá 1 og upp í nokkurhundruð voru talin. Svo er planlagt matarboð með Hrafi, Ástu og þeirra gemlingum seinnipartinn eftir hressingargöngu gömlu mannanna kringum títtnefnt Stokkavat. Ja nú gustar heldur en ekki um Ulkrækinga!!

Monday, January 14, 2008

Langur dagur maður!

Byrjað snemma kl. 6:30 í morgun með rúmrisu og dögurð. Svo vinna til 17:30. Svo sund með Írisi kl. 18 og Ara kl. 19:30. svo heim og borðað. Þessir krakkar eru að verða sannir garpar. Gaman að því.

Wednesday, January 9, 2008

Rok og regn, blautur í gegn

Kominn inn úr stuttu hlaupi. Ekki var það vont. Vandi heimsins tekinn taki oki lyft af hump. Hreyfðir limir gefa gleði þegar lyft er rump. Gott er að hlaupa þetta viss líka hann Forest Gump.

Sunday, January 6, 2008

Ich bin einer Marathon laufer, ich mag das Marathon laufen!

Hlaupaárið 2008 er hafið. Ég fór fyrsta hlaupatúrinn minn í langan tíma, misti úr einn mánuð. Og að vanda er upphafið stirt og slappt en hafðist. Fór á nýjar slóðir í dag og hljóp hring um Mosvatn sem er lítill hringur og jafnhár. Ekki mikils krafist af manni þar og það hafðist ágætlega, allavega kominn af stað!

Annars á Hjörvar afmæli í dag, ég slæ á þráðinn til hans nú þegar!

Tuesday, January 1, 2008

Gleðilegt nýtt ár

Jæja! þá er hafið nýtt ár, eina ferðina enn. Hvað skyldi þetta árið bera í skauti sér? það getur verið erfitt að sjá fyrir. Og eins og glöggir hafa áttað sig á hefur förin til Marathon reynst mér seinfarin eins og er, raunar er ég ekki mikið nær þeim áfanga mínum nú en fyrir ári síðan en það markmið stendur þó enn!

Var að koma af vaktinni sem var svo róleg að ég svaf yfir mig á morgunfundinn og kom hálf sofandi með stýrurnar í augunum inn á vaktherbergi. Fæðingamet var slegið aftur í fyrra með einni fæðingu meira en árinu áður. Spilaði svo mikið á gítarinn að ég er kominn með sigg á fingurgómana. Fékk tilboð um gigg á fæðingadeildinni allar næstu næturvaktir. Ekki ónýtt það!