Wednesday, June 13, 2007

Útlagar snúa aftur

Langt um liðið frá síðustu færslu. Vorum 2 vikur á Gamla Landinu nýverið og nutum gestrisni mágkonunnar og foreldranna. Hittum margt fólk sem langt var um liðið frá síðustu viðkynnum og ég gerðist svo frægur að kafa, með Jasoni og Tobiasi djúpfrömuði, í Silfru í Þingvallavatni. Skemtileg reynsla það og ferðin í heild hin skemmtilegasta. Stundaði ýmsar gerðir hlaups þar heima, 1 "off-road" hlap um Elliðavatn, hlaup í Norðurárdal, styttri hlaup frá Fákahvarfinu og eitt innanhúss á rottubretti. Semsé ekki alveg staður í ferðinni en hef verið heldur latur að stunda hlaupin reglulega upp á síðkastið.

Sáum hluta af leik hjá stúlknadeild Breiðabliks gegn KR þar sem Matta sýndi heilmikla elju og ákveðni og gaman að sjá hvað þær voru góðar. Að sama skapi hörmulegt að horfa á aðstöðu (leysi) við "keppni" hjá Ara í dag en þeir kepptu gegn drengjum frá öðrum bæjarhluta í dag. Leikurinn fór fram á hallandi hnúskóttum leikvangi með netlausum mörkum og það verður að segjast að stelpurnar voru einfaldlega MIKLU betri en þeir! Kemur kannski inní að þeir fá eina "æfingu" á viku sem í vetur fólst í innileikjum horn í horn í sal og engin æfing í knattleikni og svo keppnum einu sinni í viku í sumar og heldur ekki neinar æfingar sem slíkar. Og þjálfararnir sem þó eru allir að vilja gerðir eru að paufast þetta í frítímanum sínum með enga formlega menntun sem þjálfarar og engin krafa gerð um nokkuð slíkt af hendi Félagsins sem maður er að borga dýrum dómi fyrir að "þjálfa" drengina! Semsé enn einn kaflinn í hina löngu bók meðalmennskunnar hér í handarkrika hins vestræna heims.

Segi eins og Marteinn heitinn; Stend hér og get ekki annað!