Thursday, August 30, 2007

Haustið komið

Hér hefur það lengsta vor sem menn muna verið leyst af af hausinu. Þar með ákveðið að sumar sé ekki á dagskrá að þessu sinni.

Og með haustinu hefst hlaupavitleysan aftur af alvöru. Og þá er gott að rifja upp fyrirheit og framadrauma síðasta árs og náðs árangurs. Planið var: Hlaupa Kaupmannahafnarmarathonhlaup og verða helköttaður að verki loknu. Niðurstaða: Hljóp ekki einu sinni skemmtiskokk í Stavanger marathoni og er nú með stærri kúlumaga en nokkru sinni. Ergo: Skrambinn!! Mishepnaðist!! Jæja, gengur betur næst.

Hljóp 6 km. við Stokkavatn í kvöld í stillu og haustsvölu veðri. Alveg dágott og hressandi. Bætir hressir og kætir, já það er sko alveg á hreinu.

Wednesday, August 15, 2007

Hlaupið í angist!

Sigurlín hótar að taka mig út að hlaupa þegar hún kemur í október. Hljóp því í hreinni skelfingu 4 km í dag. Og ég sem ætlaði að vera kominn i marathonform í lok mai náði með herkjum að klára. Lengi lifi þrautseigjan :(

Thursday, August 2, 2007

Sumarfrí

Lang frá síðustu færslu. Erum nýlega komin heim úr Danmerkur/Þýskalands/Hollands/Svíðþjóðar ferðalagi. Alveg fínasta ferð og eins og vant var þá bilaði bíllinn og í þetta skiptið eyðilagðist sjálfskiptingin alveg. Það var nú það! En við erum allavega komin heim.