Monday, February 26, 2007

Upprisan

Já Brynja þú hefur auðvitað rétt fyrir þér, enda sýndi það sig í gær að þetta er allt á hraðri uppleið. Fórum í göngu við Hålandsvatnið í slyddu með krakkana og allt gekk vel, engir verkir eða neitt. Verð farinn að hlaupa eftir viku, það er loforð!

Fór með Ara á sundnámskeiðið, sem hefur fram til þessa verið alger ávísun á pirring. Áttum gott samtal fyrir tímann um hvort hann vildi hætta sem han vildi í fyrstu þar til hann fékk þá afarkosti að hann yrði þá ekki skráður á næsta námskeið og kæmist þannig ekki upp í næsta þrep. Og þá söðlaði hann alveg um og stóð sig bara vel, hlustaði og gerði eins og fyrir hann var lagt. Svo enn sem komið er heldur hann plássinu þar.

Thursday, February 22, 2007

Geðveikur!

Já ég er bara hreinlega að verða geðveikur á verkjum, slappleika og aumingjaskap eftir þessa helvítis pest. Get ekki gengið upp tröppur i vinnunni heilan dag án þess að vera með patólógíska strengi daginn eftir, eða raunar sama dag! HELVÍTIS!!! Fögur fyrirheit um að ganga á hverjum degi í þessari viku hafa farið fyrir lítið. HELVÍTIS!!! Og ég get ekki beðið eftir að verða eins og nýsleginn túskildingur aftur, eins og mér líður alltaf. Maður verður algerlega háður því að finna hvergi til og vera hress og vel upplagður, það finnur maður við svona HELVÍTIS uppákomur. Mæli ekki með þessu við nokkurn mann.

Saturday, February 17, 2007

Laugardagur

Og samkvæmt plani langur hlaupadagur en ég held ég fari mér í engu óðslega og prófa kanski á morgun eða hinn og þá bara stutt.

Talaði við Árnýju í dag, þar var allt í sómanum þrátt fyrir óværa drauma sem gáfu annað til kynna. Bendir kanski til að það sé ekkert að marka drauma. Hjörvar á námskeiði að nema lekritaritun, Þetta gæti verið upphafið að ferlinum hjá honum, ég slæ því hérmeð föstu og eigna mér að hafa uppgötvað hann fyrstur allra.

Tuesday, February 13, 2007

Resureksjön!

Lesist á bíómyndatreilersku. Það er semsé farið að rofa til yfir hræinu, flugurnar hættar að sveima yfir því og það jafnvel staðið upp! Minnir um margt á smásögu eftir Ray Bradbury ef ég man rétt, um mann sem gengur aftur eftir mörghundruð ár og lifnar upp í glæpalausu samfélagi, fullur haturs á öllu og tekur til við að drepa allt og alla. Skildi aldrei alveg pointið með sögunni, enda búinn að gleyma henni að mestu leiti. Nema hvað, ég er ekki fullur haturs og fer, hvað líður, að hefja upphlaup að nýju. Labbaði upp nokkrar tröppur í vinnunni í dag og var að niðurlotum kominn. Svo það er mikið uppbyggingarpotensíal fyrir hendi. Húrra fyrir því!

Wednesday, February 7, 2007

Er þetta kúkur?

Hér heldur helvítis pestin áfram, slappur eins og tuska og fullur sjálfsaumkunar. Og það sem verra er, þetta sést varla á blóðprufu og ekkert á röntgen svo ég hef ekki haldmiklar sönnur á veikindunum, þrátt fyrir nokkuð einarða leit. En markið er ennþá sett hátt, þótt ég rifi aðeins seglin og segi: "Ég er 1/2 marathon joggari, ég ætla að jogga 1/2 marathonið"!

Skráið ykkur inn seinna þegar ég lækka enn kröfurnar og segi:" Ég er skemmtiskokkari, ég ætla að hlaupa skemmtiskokkið"!

Thursday, February 1, 2007

Kaflaskil?!

Já það virðist vera að sýna sig að kallinn er með Influenzu, frábær tímasetning! Hvað um það, eftir að ég gat nánast legið flatur þegar magapínu/brjóstsviðakastið bataði (Nb. þökk sé Ástu vinnufélaga, komin á wall of fame hjá mér að eilífu fyrir það!) hefur ástandið hææææææægt og rólega verið að skána.

Og þessi veikindi gætu sett strik í reikninginn með Marathon hlaupið góða. Þetta átti semsé að vera 1. vikan í upptröppuninni að hlaupinu en eins og það lítur út núna er ég úr leik næstu ca. 1 1/2 vikuna. Æ, svosem ekkert að gera annað en sjá hvað setur. Kosturinn við veikindin eru þau að ég er komin niður undir 81 kg svo ég er heldur léttari á mér en þegar ég byrjaði í nóvember. Já frábær árangur sem maður nær með því einu að liggja grenjandi í rúminu.

Ekki missa af næsta kafla í veikinda/hlaupa dramanu!