Wednesday, May 21, 2008

Pistill

Það verður æ lengra milli pistla hér sem skrifast alfarið á pennaleti. Hér hefur vorið smám saman tekið völdin og fyrstu sumardagar hafa liðið. Við höfum notað okkur veðurblíðuna og farið tvívegis í Arboreet sem er trjásafn innfæddra með stígum og vatni og lækjum fullum af froskum og skordýrum. Sáum í fyrra skiptið íkorna skoppa í trjánum, Eðlu sem bakaði sig í sólinni, frosk, drekaflugulirfu og svokallaðan Stålorm sem er raunverulega fótalaus eðla og þannig ormsnafninu ofaukið. Í seinni ferðinni upplifðum við að heyra klið af fótataki skógarmaura í mauraþúfu. 
 

Það var hægt að sjá mun á gróandanum þessa viku sem leið á milli ferða hjá okkur. Meðal blóma var þessi Lilja sem lyktaði eins og hræ. Náttúran hefur sínar aðferðir við aðföngin!
 

Afrek fjölskuldumeðlima liggja eikum hjá Írisi sem hefur náð að missa sína fyrstu tönn og er byrjuð að hjóla hjálpardekkjalaus, ekki slæmur árangur það.
 

Jú svo kom 17. mai og fór. Það var gott!