Wednesday, May 21, 2008

Pistill

Það verður æ lengra milli pistla hér sem skrifast alfarið á pennaleti. Hér hefur vorið smám saman tekið völdin og fyrstu sumardagar hafa liðið. Við höfum notað okkur veðurblíðuna og farið tvívegis í Arboreet sem er trjásafn innfæddra með stígum og vatni og lækjum fullum af froskum og skordýrum. Sáum í fyrra skiptið íkorna skoppa í trjánum, Eðlu sem bakaði sig í sólinni, frosk, drekaflugulirfu og svokallaðan Stålorm sem er raunverulega fótalaus eðla og þannig ormsnafninu ofaukið. Í seinni ferðinni upplifðum við að heyra klið af fótataki skógarmaura í mauraþúfu. 
 

Það var hægt að sjá mun á gróandanum þessa viku sem leið á milli ferða hjá okkur. Meðal blóma var þessi Lilja sem lyktaði eins og hræ. Náttúran hefur sínar aðferðir við aðföngin!
 

Afrek fjölskuldumeðlima liggja eikum hjá Írisi sem hefur náð að missa sína fyrstu tönn og er byrjuð að hjóla hjálpardekkjalaus, ekki slæmur árangur það.
 

Jú svo kom 17. mai og fór. Það var gott! 

7 comments:

Lára said...

Sælt veri fólkið.
Íris, til hamingju með að missa fyrstu tönnina þína. Bryndís er enn þá að safna þeim svo að það eru nokkur ár í að hún losnar við þær.Og til hamingju með að geta hjólað hjálparlaust!

Möggublogg said...

Það var þá aldeilis lífsmark á alla lund ég hélt að prikið yrði það eina sem maður fengi að heyra af ykkur um langa framtíð.
Íris bara orðin svona stór og dugleg. Það verður nú aldeilis gaman að fá að hafa hana og Ara bróður hennar í sumar.
Hvílík flott lilja ég hef aldrei séð svona nokkuð. Er eitthvað nafn á henni?

Orri Ingþórsson said...

vei ekki en get komist aðþvi. var svo heppinn þegar við vurim þarna að finn anýútsprungna lilju með lólarljósið sem baklýsingu svo hún ljómaði upp.

Möggublogg said...

Ertu að reyna að skrifa á færeysku núna???

brynjalilla said...

hæ kæru vinir, á ekkert að bregða sér yfir?

brynjalilla said...

Inninlega til lukku með drenginn,kærar kveðjur til ykkar allra

Vallitralli said...

myndir af dreng!