Thursday, February 1, 2007

Kaflaskil?!

Já það virðist vera að sýna sig að kallinn er með Influenzu, frábær tímasetning! Hvað um það, eftir að ég gat nánast legið flatur þegar magapínu/brjóstsviðakastið bataði (Nb. þökk sé Ástu vinnufélaga, komin á wall of fame hjá mér að eilífu fyrir það!) hefur ástandið hææææææægt og rólega verið að skána.

Og þessi veikindi gætu sett strik í reikninginn með Marathon hlaupið góða. Þetta átti semsé að vera 1. vikan í upptröppuninni að hlaupinu en eins og það lítur út núna er ég úr leik næstu ca. 1 1/2 vikuna. Æ, svosem ekkert að gera annað en sjá hvað setur. Kosturinn við veikindin eru þau að ég er komin niður undir 81 kg svo ég er heldur léttari á mér en þegar ég byrjaði í nóvember. Já frábær árangur sem maður nær með því einu að liggja grenjandi í rúminu.

Ekki missa af næsta kafla í veikinda/hlaupa dramanu!

2 comments:

brynjalilla said...

Til hamingju Orri minn með að vera komin niður í 2 stafa tölu. Vonandi batnar þér fljótt.

Orri Ingþórsson said...

Hehe, takk fyrir stuðninginn. Það besta er að þetta eru nánast bara þarmar, þarmar og sundmagi, það er það sem heldur mér uppréttum þessa dagana.