Thursday, August 30, 2007

Haustið komið

Hér hefur það lengsta vor sem menn muna verið leyst af af hausinu. Þar með ákveðið að sumar sé ekki á dagskrá að þessu sinni.

Og með haustinu hefst hlaupavitleysan aftur af alvöru. Og þá er gott að rifja upp fyrirheit og framadrauma síðasta árs og náðs árangurs. Planið var: Hlaupa Kaupmannahafnarmarathonhlaup og verða helköttaður að verki loknu. Niðurstaða: Hljóp ekki einu sinni skemmtiskokk í Stavanger marathoni og er nú með stærri kúlumaga en nokkru sinni. Ergo: Skrambinn!! Mishepnaðist!! Jæja, gengur betur næst.

Hljóp 6 km. við Stokkavatn í kvöld í stillu og haustsvölu veðri. Alveg dágott og hressandi. Bætir hressir og kætir, já það er sko alveg á hreinu.

1 comment:

brynjalilla said...

þú ert fyndinn, en mikið var gaman að hitta ykkur um daginn, hlakka til að hitta ykkur betur næst, spurning að taka saman kleinachtentjútt saman.