Thursday, October 11, 2007

Haustfríið er "nesten omme"

Já hér sit ég nú kæru vinir, ó já! Og haustfrí Ara Orrasonar er að nálgast sitt endalok. Hér hafa mildir vindar hausts með logaroðnum himni og trjám sveipað hversdaginn sínum, já mér liggur við að segja, menlankólískum, allt að því anhedoniskum "effekt". Já ég get bara ekki lýst því öðruvísi, eða öllu heldur gæti ég það ábyggilega ef ég myndi reyna, þyrfti raunar ekki að reyna svo mikið. Þegar ég hugsa um það er ábyggilega hægt að lýsa þessu á þúsund aðra vegu án þess að reyna svo mikið á sig og niðurstaðan væri jafnvel þannig að það væri einhver meining í því, ekki bara eitthvað helvítis bull og kjaftæði. Andskotinn hafi það.

Talandi um bull þá er Íris búin að fá inni í skóla næsta haust. Það er ekki sami skóli og Ari er á, það er eini skólinn af 4 sem hún þarf að labba yfir umferðagötu, það er af 4 mögulegum skólum sá sem hefur lélegast orðspor sem menntastofnun. Og þá verður manni spurn: Er algert skilyrði að vera algerlega skini skroppinn til að geta talist gjaldgengur sem kommúnustarfsmaður hér í Noregi!? ERU ÞETTA ALLT BARA HELVÍTIS HÁLFVITAR?? NENNIR MAÐUR AÐ STANDA Í ÞESSU MIKIÐ LENGUR??

Já en svo að jákvæðara spjalli. Ég er farinn að hlaupa aftur og skapið er (hvað sem menn annars lesa út úr síðustu málsgrein) allt í bataátt. Og hvað viðvíkur spurningunni þá er svarið: Nei, komum heim næsta haust ef þetta verður ekki leiðrétt. Svo þá er það sagt!

No comments: