Sunday, October 14, 2007

Stundarkorn að hausti

Hef ekki ennþá sett innlegg í bundnu máli. Það er því komið að því að rifja upp gamla ÓFÞ takta. Here goes!

Haust er komið, sumar farið
þannig það fór að lokum.
Fólkið í Angrinum veðurbarið
hversdags undir okum.

Já ekki hefur manni farið mikið fram frá því sem áður var. Hér nálgast nú næsta heimsókn frá tengdafólkinu sem er að verða að hausthefð og bara gott um það að segja. Og á morgun verð ég 35 ára. Ja må hann leva segja Svíar, Hurra for deg som fyller ditt år Norðmenn og Happy bussday to you segja Engilsaxar samkvæmt honum Ara mínum.

4 comments:

Hjörvar Pétursson said...

Já húrra fyrir þér! Og þínu fylliríisári! Og hamingjuríkan bússdag!
Þinn vinur, Hjörvar!

Magnús said...

Forsetaframboð.

Hjörvar Pétursson said...

Aaaah. Gamla góða ÓFÞ.

brynjalilla said...

til lukku með afmælið vinur minn, hvernig var það annars með haustferðina góðu?