Wednesday, October 31, 2007

Af mammonskum, og öðrum pælingum

Hef komist að því að mig bráðvantar nýja tölvu. Og ekki bara einhverja, heldur iMac 24" kvikindi með stórum hörðum og fullt af fínum fítusum. Og það sem er kannski mikilvægast, hún er glÆný. Já svona fer það þegar maður fær dót í afmælisgjöf. Ævinlega vill mikill meira!

Annars eru þetta ekki sérlega hugsandi pælingar. Verð að reyna betur.... Jú hér kemur ein góð pæling sem Mér datt allt í einu í hug. Hver er tilgangur lífsins? (Kann einhvert ykkar svar við því? Allar tillögur eru vel þegnar, væri algerlega ti í að skeggræða það hér á þessum vettvangi). Hafa veraldleg gæði eitthvað með þetta markmið að gera, þe er annað háð hinu eða áhrifavaldur á það? Endilega setjið niður ykkar vangaveltur um þetta en munið að það sem skrifað er á "Vefinn" á eftir að standa þar um ókomna tíð (VÁ! var reyndar ekki búinn að spá í þann vinkil áður!)

3 comments:

Möggublogg said...

Húrra fyrir iMac. Ég er orðin leið á þessum DELL leiðindum. Kaupum bara tvær og fáum magnafslátt. Reyndar verðum við að eiga lapptopp því eigum svo mörg heimili. Vorum loks að fá tengingu fyrir norðan eftir 6 mán. bið og rugl. Þetta er bara eins og í Noregi.
Tilgangur lífsins hjá mér núna er bara að gera það sem mér best þykir!!!Mæli með slíku eftirlaunalífi.
Svo er nauðsynlegt að eiga góðar græjur hvaða nafni sem þær nefnast. Grunnurinn að þessu öllu er auðvitað góð fyrirvinna og það verður maður að skipuleggja nokkuð snemma á ferlinum. Þá getur maður dundað sér í láglaunadjobbi s.s kennslu og farið snemma á eftrilaun.
MÍN UPPSKRIFT

Orri Ingþórsson said...

Góður tilgangur það og dálítið í anda Kalliklesar sem var einn af þessum gömlu grísku sem sat á rökstólum við eitt hinna stóru nafnanna í heimspekinni (Plato?). Man eftir honum því Félagsfræðideildin í MA las þetta á sínum tíma ef ég man rétt. Eða var þetta efni í rökræðukeppni málfundarfélagsins? Man ekki alveg.

Lára said...

Ég held að tilgangur lífsins sé ósköp einfaldur. Við eigum að fjölga okkur til að viðhalda mannkyninu. En hvers vegna við eigum að viðhalda mannkyninu er svo önnur saga, kannski veist þú hver sá tilgangur er?