Thursday, October 25, 2007

Blööööh!

Hvað sumir dagar geta verið leiðinlegir. Og að dagarnir skuli allir byrja á vitlausum enda.

Maður dragnast hundfúll á fætur, dröslar sér og krökkunum á fætur. Hér eru það Ari og Þóra sem sjá um að vera hress, Ari byrjar vanalega á að setja malarann af stað og getur svo talað um allt og ekkert fram á kvöld. Íris er "meðvitundarlaus" þangað til hún er komin út í bíl. Ég er semicidal, hef allt á hornum mér og tek það vanalega út á Ara greyinu. Lítið uppbyggilegt það!

Svo líður vinnudagurinn og maður er í sæmilegu formi, fungerar svona að nafninu til.

Þegar heim er komið er maður svo þreyttur og pirraður og enn er það Ari greyið sem það bitnar mest á. Og svo að sofa.

Já ævintyri hversdagsins er aldeilis dásamlegt, eða þannig!

Hljóp 4 km í dag. Vona að geðstyrkjandi áhrif hlaupanna fari bráðum að "kikka inn".

No comments: