Tuesday, October 30, 2007

Vildi að ég væri hugsandi maður

Vafraði inn á heimasíðu Arnars Arngrímssonar í gær. Það er svo gaman að sjá að fólk ekki er alltaf fast í veraldlegum hlutum og getur skrifað um eitthvað skemmtilegt. Það var gaman. Verð að leggja inn nótu til hans einhvern tímann.

Hljóp við Stokkavatnið í dag með Þóru í meinleysis hausti. Hér er alltaf smá munur á hausti og sumri svo maður verði ekki alveg "villtur". Laufin falla af trjám og hitastigið fellur aðeins. Fíflar halda samt áfram að blómgast hver um annan þverann.

"Viva la harvesta"! eins og þeir segja í rómanskt mælandi hluta heimsins.

No comments: