Wednesday, January 23, 2008

Hokkí



Krakkarnir komnir á fullt skrið í hokkíinu og bæði farin að renna eins og hetjur. Maður sér dagamun á þeim, aldeilis gaman það! Og það sem ekki skemmir fyrir er að þau virðast bæði hafa mjög gaman að þessu. Annars sá Íris listtdansstelpurnar æfa sig fyrir síðasta hokkítíma og starði opinmynt með stjörnur í augum. Þetta ætlaði hún sko að læra!

3 comments:

Lára said...

Vá hvað þau eru dugleg og flott!! Loksins myndir af krúttunum!
Guðlaug vinkona eignaðist stelpu síðastliðna nótt; 56 cm og næstum 6 kg!! Algjör risi! Hún heitir Íris Arna.

Möggublogg said...

Flottar myndir. Einbeitingin skín úr augum Ara og Íris stendur þarna eins og hún hafi aldrei gert neitt annað en vera á hokkískautum.

brynjalilla said...

Glæsilegir Krakkar, og já man þá tíð þegar maður sá sig í anda svífandu um í gullkjól, taka snúninga ekki af þessum heimi og renna svo blíðlega í faðm prinsins í pallíettusamfestingi. Hmm gæti svo sem verið myndlíking af lífi mínu núna nema ég er í klædd flíspeysu, þeytist um frekar klunnalega milli mismunandi lífshlutverka en stend mig þó ágætlega því stoðirnar eru þarna þó ekki pallíettuskreyttar heldur fallega veðurbitnar.