Sunday, February 10, 2008

Bíódagar

Það er altaf hægt að koma manni á óvart. Sáum sniðuga norska bíómynd í gær sem hét Den Brysomme Mannen. Fjallar um mann sem kemur með rútu (gamalli Sæmundar rútu mas.) og er útveguð vinna við bókhald í fyrirtæki í stórborg. Plottið snýst svo um að menn virðast vera alveg sneyddir tilfinningum, allt snýst um fín sófasett og innanhúsarkitektúr og ytri gæðum. Allt er hægt að laga sbr. þegar hetjan okkar klippir af sér vísifingur í pappírsklippum og rankar við sér í bíl með umbúðir um hendina og vísifingurinn snyrtilega skeyttan á sinn stað. Á sama tíma vantar alla tilfinningu, bragð, upplifun í hversdaginn. Engin gleði eða sorg, vellíðan eða sársauki. Mynd sem vekur mann til umhugsunar þótt ég hafi ekki komist að neinni niðurstöðu, enda langt síðan ég hef komist að niðurstöðu um eitthvað síðast. Mjög fyndin mynd á köflum, samt ekki Lasse Åberg fyndin en ég get samt alveg mælt með henni.

Annars svosem ekki margt að frétta...

No comments: