Thursday, December 28, 2006

Nei vitiði... Þessi var engum líkur!

Stutt í dag. Veður eins og það verður fegurst, logn, 5°C og heiður himin. Ákvað að greikka aðeins sporið og sjá hvað gerðist, rakaði af ca. 3 min. frá hægasta tíma á þessari leið.

Fórum auk þess með p+m í göngu upp á Fjellet-ið í blíðunni og sýndum þeim útsýni yfir 2 vötn OG sjó (1 vatni meira en hægt er nokkurstaðar í Svíþjóð!) skoðuðum staðhætti, Norðmenn og aðra fugla á leiðinni og átum svo brauð og jólakæfuna með rauðkáli þegar heim kom. Svo er stefnan sett í Helgös að versla á eftir, kannski maður finni bjór!?

2 comments:

Vallitralli said...

Hvað er mi. ?

Ég vel þig sem "mann" ársins.

Orri Ingþórsson said...

Mi. er mælieinig þeirra vestan-manna sem verja okkur gegn vondum öflum og breiða út fagnaðarerindi hinna réttsýnu, líka kallað míla.