Saturday, December 23, 2006

Lengsta hlaup ævinnar!

Já ég segi það satt! Ég hef aldrei hlaupið svona langt eins og Þorláksmessu 2006. Næstum 13 km. Og gekk vel bara svei mér þá. alveg sjúklega mjúkur og sennilega vel úthvíldur eftir að hafa misst af seinna stutta hlaupinu í vikunni. En þetta var nú afrekað í smá gjólu, fáeinum regndropum (mikið fleiri svitadropum) og nærri 10 °C hita (í lok desember!).

Geri þetta sko pottþétt aftur seinna en nú tekur við niðurkeyrsla aftur, stutt hlaup alla næstu vikur, stigvaxandi áður en hin raunverulega þjálfun hefst. En það verður að segjast að eftir svona daga finnst manni alveg raunhæft að maður eigi eftir að ná settu marki.

Og að lokum, koma sér í Lotus stellinguna og kyrja: "I am a marathon runner, I´m gona run the marathon".

No comments: