Monday, December 4, 2006

Heldur þokast, eða?.....

Hægt mjakast þetta. Sitjum heima feðgar og bíðum þess sem koma skal. Ari ennþá með 39 °C hita, draugslappur og lafmóður. Sjáum hverju Panodil fær áorkað en annars verður þetta að lokum innlögn ef ekki vill betur. Svosem ekki útilokað heldur að þetta sé Mycoplasma lungnabólga og þá hefur Penicillínið ekki mikið að segja. En þetta kemur í ljós.

Annars stefnt að 3 mi. í dag í haustveðri par exc. (lesist: algert hratviðri). Kem seinna betur að því.

(Seinna sama dag)

Jæja, búinn að fara með drenginn á sjúkrahús þar sem hann var tæplega með rænu fyrri hluta dags. Haði glæpst tilað gefa honum hitalækkandi og stóðu þannig endar saman að þegar á sjúkrahúsið kom var minn maður alveg stálsleginn, gerði að gamni sínu við læknaliðið og spjallaði og hló. Passaði náttúrulega ekki við mína lysingu á honum nokkrum korterum fyrr! Fékk dóminn ekki lungnabólga en best að halda árfam með Pencillínið. Þannig fór nú það.

Hljóp svo 3 mi. í roki og rigningu. Komst að því að rigning og rok er ekki slæmt veður til að hlaupa í. Í andarslitrunum upp "Fjellið" (lesið: fjEllið-IÐ!! að Frostskum hætti) en í góðum gír restina enda allt niðrímóti eða með vindi eftir það. Jújú, þetta þokast.

No comments: