Wednesday, May 2, 2007

Afstæðiskenningin í verki

Finnst ég alltaf vera að hlaupa hægar en er raunar alltaf að auka við mig í hraða! Skil þetta ekki? Hljóp 6.5 km. í dag í blíðskaparveðri.

Hér er allt að kvikna, nú standa víst eplatrén í Hörðalandi í fullum blóma sem er mikið sjónarspil. Við sjáum það ekki í sumar, kannski næsta.

Hér var annars afmælisveisla Írisar í dag. Stelpurnar úr leikskólanum nema ein. Mikið glens og gaman og gleði. Tiltölulega róleg stemmning og ekki eins og við er að búast á laugardaginn þegar Ari fær strákana úr bekknum sömu erinda!

1 comment:

brynjalilla said...

Til lukku med frumurnar thinar sem eru ad verda ansi stórar. Mig langar mikid til ad sja eplatren i Hördalandi...líka thar sem thadan er thetta fallega nafn Hördur runnid.