Monday, April 23, 2007

Það er vor í lofti og vindur hlýr

Heldur nú betur! Hér er aftur komið vor/sumar og i dag voru hlaupnar 3 mi. í 13°C hita og á tæpl. 11 km/klst. meðalhraða. Fanst ég samt vera að taka því rólega.


Hér var mikill jarðvöðulsháttur um helgina. Ég plantaði semsé 4 rósaplöntum til viðbótar við þær 2 sem voru settar niður í fyrra. Svo reif ég niður Rhododendroninn sem var framan við húsið og til lítillar prýði. Svo nú er það bara hvítblómarunninn (perlebusk?) sem stendur af því sem var í garðinum þegar við keyptum húsið. Sprettan á rósunum frá í fyrra er þegar orðin ca. 20 cm. það sem lengst er vaxið svo nú er komin öskrandi spretta.


Sumarfrís áformin eru líka að fæðast, var að senda bréf á B&B i Amsterdam sem vill taka við okkur. og áður vorum við búin að panta viku i Danmörku svo það er að komast mynd á þetta. Gaman að því!

4 comments:

Möggublogg said...

Hvað er B&B og hvenær farið þið, nákvæmlega?

Lára said...

?Donde esta los myndos des rósos??

Orri Ingþórsson said...

Engar rósamyndir ennþá. Kemur seinna í sumar. Enda eru plönturnar bara ca. 30 cm. háar og rétt nýkomnar i moldina.

B&B er bed and breakfast og við verðum í Amsterdam milli 21 og 25 júlí, Þóru langar svo að skoða vindmillurnar og recumbent búðirnar. Nú, verðið þið á ferðinni?

Möggublogg said...

Við verðum á ferðinni um Hornstrandir frá 23. - 27. með Jóni og Áslaugu og Æsufjölskyldu. Því miður, það hefði verið gaman að hittast í Amsterdam.