Friday, April 6, 2007

Hlaup í þágu heimsfriðar

Kvöld við Stokkavatnið á hnútasvipudaginn. Og í tilefni dagsins var hlaupið lengra en áður. Nú 4 mi. og á jöfnum dampi án vandræða. Alveg super marvy!

Lét annars til skarar skríða og tók til í geymslunni í fyrradag. Þarft verk og bara nokkuð skemmtilegt. Og í dag var það svo Haddabrauðsbakstur af fullum krafti. Gaman, gaman!!

1 comment:

Lára said...

Rosalangt síðan ég smakkaði Haddabrauð! Til hamingju með PADI:ð. Glæsilegt hjá þér, þið mamma eruð kafarar ættarinnar. Hér er allt fínt, er í bústað meðan T. málar og pússar á fullu.