Wednesday, April 11, 2007

Ertzten tag im homo hozen!

Já þá er vorið komið af fullum krafti og ég farinn að hlaupa í hommabuxum aftur. Tileinka hlaup dagsins Jasoni sem ætlar að heimsækja okkur með sinni indælu fjölskyldu, þar á meðal nýfermda manninum sem ég er ákveðinn í að senda gítargripabók fyrir nýja gítarinn sinn.

Hljóp 4 mi. í kvöld i banastuði, 11 km. meðalhraða og ekkert mál nema rétt að vi. hnéð lét vita af sér undir lokin. Ég stefni að Siddis hlaupinu í lok apríl sem er kringum Stokkavatnið. Leið sem ég hef oft hlaupið áður en verður stemmning að hlaupa með fleirum í hóp. Hlakka til þess.

Þurftum að stoppa 3svar á leið heim úr vinnunni í dag þar sem ungfrúin á heimilinu sat afturí og orgaði og grenjaði af einskærri... ummmm... ákveðni. Já blessað barnalán!

1 comment:

Lára said...

Ungfrúin óða í bílnum! Hún er alltaf skemmtilega ákveðin litla dúllan þín! Ég held að það stefni líka í mjög gullættarlega ákveðni hjá minni trítlu.
Við músin, ma og pa ætlum að skreppa norður um helgina og vonandi skoða íbúðir og njóta lífsins.