Monday, April 16, 2007

Kvöldið er okkar og vor í Vaglaskóg

Í dag var farið stutt og hratt. 3 mi. á 11.4 km/klst meðalhraða, ekki dónalegt það. Vorblíða af bestu sort, hæg gjóla og bjart yfir.

Merkilegt að ein af mínum allra fyrstu minningum er úr útilegu með pabba, mömmu, Láru og fleirum sem ég man samt ekki hver voru. Einstaka brotakennd atriði eins og að þar sem við stoppuðum, við mót gróins hrauns og grasbala, var vatnsfyllt hola sem maður gat kúkað í. Miðað við hvaða áhugasvið skarpasta minningarbrotið er fest við má gera ráð fyrir að ég hafi verið ca. 3ja ára. Passar vel við spakmæli sem Kjell, einn af lærifeðrum mínum hefur uppá vegg og hljóðar eitthvað á þá leið að lífið sé ekki sá tími sem maður er lifandi heldur þau augnablik sem maður man. Sniðugur karl hann Kjell, náði að kalla fram "Norrlendingen" í honum í dag með því að láta hann blóta mér í vitna viðurvist, þótti afar vænt um það!

Að öðru: Ari kemst í næsta hóp fyrir ofan sig að hausti í sundinu. Hann var að vonum ánægður með það, raunar ljómaði hann! Segist ætla að æfa sund þegar hann verður eldri og ég held að hann gæti alveg náð góðum árangri í því eins og hann er vaxinn, drengurinn, langur og stæltur. Liðleikinn kemur svo með tímanum geri ég ráð fyrir :)

1 comment:

Möggublogg said...

Undarleg minningarbrot. Get einhvern vegin ekki ímyndað mér að við höfum látið þig "kúka" í vatnsuppsprettu???? Var þetta á Snæfellsnesi eða fyrir austan?

Við Ari fáum kannski tækifæri til að kenna hvort öðru það sem við höfum lært í sundi á seinustu árum. Var einmitt, í morgun, að fá hrós fyrir góðan skriðsundsstíl hjá sundkennaranum mínum.