Monday, January 8, 2007

Af mannfræðistúdíum, lærðum

Hlaupið í dag var stutt, 3 mi. Veður gott, gengið á með hellidembum í dag eins og síðustu daga en stytt upp seinni partinn. Ca. 6°C með sunnan gjólu. Stífur fyrst en liðkaðist þegar á leið. Hljóp hins vegar langt á laugardaginn, rétt rúma 11 km. (7 mi.) í þessu líka fína miðdegisveðri, hringin kringum Stokkavatn heiman að. Kannski ástæðan fyrir stífni dagsins í dag?

Var annars heima í dag, fórum tvö í bæinn og dingluðum okkur í rólegheitum. Fórum ma. á hrygningastöðvar þeirra Angursmanna, þ.e. Magasin Blaa, þar sem Beyglur fást til sölu og þykir sérlega góð áta fyrir ófrískar kérlingar heimamanna. Flykkjast þær gjarnan þangað í torfum, svokölluðum "barsel grúppum" og þarna barsla þær svo sín á milli og jarma um hvað þeim sé illt í rassinum og hvað sé mikill munur að vera óléttur í annað sinn og annað álíka spennandi! Já það eru að sannast spök orð Þóris Haraldssonar, líffræðikennara úr Menntó hve við karlþjóðin förum mikils á mis að geta ekki gengið með börn.

No comments: