Thursday, January 11, 2007

Og den som....... , han er Jogga

Ákvað að láta hálfkveðna Pekkavísu leiða inn í skráningu dagsins, fanst það einhvernveginn eiga við.

Hljóp 3 mi. i dag, veður skýjað og haglél en gjóla/andvari og 4°C á hitamælinum. Stífur frá í gær og velti fyrir mér í lok hlaup hvað ég væri að útsetja mig fyrir. Fann út að þetta jafngildi því að fara út með hundinn, þe. hundinn í sjálfum sér því þetta hefur óneitanlega áhrif á skapið til hins betra. Svo ég held áfram, ótrauður.

1 comment:

Hjörvar said...

Sveiðér hundur af manni! Þú fékkst mig til að gera það sem ég sór að gera aldrei: Fá mér Gúglakkánt! Aldrei sagði ég!

Humm.

Annars til hamingju með hlaupa "bloggið."

Hurru. Einhvern veginn finnst mér eins og þú skiptir um póstaddressur eins og sokka. Er nígeríska mafían á hælunum á þér? Eða er þetta einhver lenska þarna úti í HejaNorge?

Sumsé. Ég var að reyna að ná í þig til að betla gistingu í sumar. Hafðu samband. Við erum enn með okkar gömlu póstaddressur, ólíkt sumum.

Og já, gangi þér vel í marathonjogginu.

P.S. Athugaðu að "marathonjogg" er stafavíxl fyrir "rota mahjongg." Erettekki merkilegt.