Sunday, November 11, 2007

Save it for a rainy day?

Já það má kanski segja, allavega voru kílómetrarnir 8 lagðir að velli í myrkri, rigningu og roki í dag. Og þeir voru teknir hægt, og með góðri upphitun á undan og teygjum á eftir. Þetta er sennilega tákn þess að maður sé að verða gamall, maður þolir minna af hreyfingu en áður og er lengur að koma sér í form, þótt ég eigi sennilega alltaf eftir að kenna Sverri hænsnabónda Kiernan um að hafa smitað mig af beinhimnubólgu hér um árið. Eða kannski frekar að hann gaf verkjunum sem ég var alltaf með í sköflungunum nafn. Já, það er nær sanni. Hef einsettmér að halda þessum vegalengdum sem ég hef verið að hlaupa síðastliðnar 2 vikur, nokkrum vikum lengur áður en ég fer að bæta við, svona rétt til að venja skrokkinn við.

Annars er helgin að verða liðin og ég sé fram á venjulega vinnuviku framundan og svo langþráð helgarleyfi. Og þá verður eitthvað skemmtilegt gert, eins og vanalega (ahemm!).

No comments: