Saturday, November 10, 2007

Vinnuhelgi

Ég er að vinna um helgina eins og raunar allar helgar í nóvember nema eina. Og Það er saga lífs okkar að vinna alla daga og allar helgar. Það er samt alveg hund fúlt. Eða þannig. Ég fæ svo að öllum líkindum sérfræðingsstöðu á kvennadeildinni í byrjun næsta árs eða fra fyrsta janúar svo nú er maður alveg orðinn mikill karl. Eða þannig sko.

Desea el día de paga vivo!

Hljóp í dag 4 km. í stilltu hausti, gekk vel. Ég sé fyrir mér að með þessu áframhaldi geti ég hlaupið í einhverskonar hlaupi næsta sumar, það væri allavega gaman.

3 comments:

Lára said...

Ég hef mikla trú á þér, bróðir sæll. Svo er bara að borða ost, þá kemur þetta allt!
Annars ertu ekki búinn að svara mér, tékkaðu á tilgangi lífsins blogginu þínu.

Orri Ingþórsson said...

Já, trúin flytur fjöll segja sumir. Vona að það standist hér.

Setjum að þú hafir rétt fyrir þér með að tilgangur lífsins sé að viðhalda mannkyninu svo næstu kynslóðir geti viðhaldið mannkyninu og þeirra afkomendur o.s.frv. Þá er maður svosem kominn með ákveðna "framvindu" en ekki kannski beinlínis rökfast svar við þessari spurningu. Frekar hringsönnun, þe. eins og " ég fer í spariföt á sunnudögum, þessvegna er sunnudagur þegar ég fer í spariföt".

Möggublogg said...

Svarið við tilgangi lífsins lá ljóst fyrir Steini Steinarri þegar hann samdi ljóðið "Dimmur hlátur" en það byrjar á orðunum:"Ég er maðurinn, hinn eilífi maður án takmarks og tilgangs."Það kviknaði ekki á perunni hjá mér með það að hægt væri að komast í andlegt samband við þig um netið fyrr en í kvöld að móðir þín sagði mér að þú færir í sérfr stöðu um áramótin. Ég gekk til rjúpna í dag,rölti um í tvo tíma og sá ein - 1 - för. Heyrði af Brekkubúa sem gekk upp í hlíðarnar fyrir ofan Brekku um líkt leiti og ég og var búinn að sjá nokkrar rollur. if