Saturday, November 17, 2007

Skráning á hinu óumflýjanlega

Þe. hversdeginum. Vaknaði, borðaði morgunmat, drakk kaffi, tók til inni hjá Írisi, borðaði hádegismat, drakk meira kaffi, fór í verslunarferð í nýja mollið hérna sem er eins og Smáralind, borðaði þar kvöldmat og drakk enn meira kaffi, heim að horfa á Wayne´s World með familíunni, út að hlaupa við Stokkavatnið og svo sit ég hér nú. Veðrið er gott, logn og 9°C. Tungl veður í skýjum. Varúlfaveður. Sá samt engan slíkan við vatnið. Sem betur fer.

Hef ákveðið að tíunda ekki klósettferðirnar...

1 comment:

brynjalilla said...

Mikið lifandi skelfing, þú ert greinilega með ragettu og æðiber í rassinu eða annað álíka, hmmm minnir mig einmitt á skemmtilegan leik sem var stundaður á Básum hér um árið. Gott að sjá hvað þú ert duglegur að hlaupa, vinna, borða og laga til, vissulega lífið í hnotskurn. Hvernig er það svo á ekki að fara að kíkja á okkur, veit að húsið við hliðina á okkur er laust um jólin og fyrstu helgina í des, bara svona hugdetta sko:)