Monday, March 26, 2007

Fljúgandi spendýr


Hér kemur

mynd af fótboltahetju fjölskyldunnar. Þessi mynd var tekin rétt fyrir fyrsta fótboltamót kappans. Efnilegur eins og sjá má! Spilaði helming af 3 leikjum og skemmti sér afskaplega vel og stóð sig prýðilega. Stoltur af mínum manni!

Af afrekum heimilisföðurins ber það nýast í fréttum kvöldskokk í logni og heiðríkju í kvöld. Það er ekki hægt að segja að ég sé léttur á mér en gengur samt vel að hlaupa þennan 3 mi. hring sem ég hef verið að hlaupa í vetur. En veðrið verður ekki mikið betra. Hljóp inn í ljósaskiptin með roða í vestri og fuglakvak allt um kring. Sá í fyrsta sinn leðurblöku á flugi í dag, flögrandi að ná sér í sopa úr Stokkavatninu. Skemmtileg sjón það!

2 comments:

Lára said...

Algjör hetja!! Ari tekur sig mjög vel út með boltann! Laaaaaaang flottastur!

Möggublogg said...

Til hamingju Ari minn, ég er stolt af þér.
Eins hef ég frétt að þú sért orðinn býsna góður í sundinu. Það verður gaman að fara með þér í sund þegar þú kemur til Íslands í vor. Ég fer alltaf í sund á hverjum degi og syndi þá 40 ferðir fram og til baka.
Kær kveðja til Írisar, pabba og mömmu.
Þín amma í bústað