Friday, March 16, 2007

Twins

Allir muna eftir myndinni með Arnold Swarzenegger og Dannie DeVito, þar sem þeir léku tvíbura, annar stór og stæltur og góður og vitlaus en hinn lítill og feitur og illgjarn og óheiðarlegur. Það er ekki það sem ég meina, en nóg um það.

Ennþá er ég að hlaupa stutt endurhæfingarhlaup. Í dag var kalt og gjóla en þurrt. Þolið er að koma og kraftar að aukast. Þetta er miklu skemmtilegra en þegar ég var að byrja fyrst, gengur mikið hraðar.

Ari las ævintýri með skólafélögum sínum á "morgensamlingunni" á "Torjå" eins og hann er kallaður á Stavangursku, samkomusalurinn. Stóð sig bara vel sveimérþá. Skil varla upp né niður, finnst hann hafa vaxið um heilt númer síðustu 2 vikur, allur að róast og spekjast.

Já og ekki síst: Fann afmælisgjöf og keypti handa Þóru á bæjarröltinu í dag. Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því meir.

3 comments:

brynjalilla said...

þessir tvíburar búa víst í okkur öllum, ég er meira Danny eftir Lundúnaferðina en veit að á morgun mun Arnaldur koma af krafti. Til hamingju með soninn og frúna, vona að það hafi gengið vel með afmælisgjöfina...var hún ekki örugglega samstæð *blikkblikk*?

Vallitralli said...

Jú öll munum við eftir myndinni, takk fyrir að benda á það. Var annars eitthvað sem þú varst að reyna að koma á framfæri með því að minnast á hana (missti ég kannski af því)?

Orri Ingþórsson said...

Framfæri og framfæri, veit ekki? Hef einsett mér að setja fram huti líðandi stundar og þessi tengist einmitt einum slíkum. Eins og tildæmis þá var Danny alger pain in the arse ef ég man rétt. Sumir tvíburar eru einmitt þannig.

Jú biddu fyrir þér Brynja. Keypti reyndar flík sem hylur hana hátt sem lágt, regnkápu sem sæmir slíkri dömu (og hylur ósamstæðu nærfötin).