Monday, March 5, 2007

"Þessi sótt er ekki banvæn, heldur Guði til dýrðar"

Já og Lasarus er risinn. Hipp húrra! Fyrsta hlaup mitt eftir langa fjarveru, mér til sálarbótar og öðrum fjölskyldumeðlimum til léttis (hvað líður, vonandi) og von til að fýlan fari að rjúka úr mér ("Herra, það er komin nálykt af honum, það er komið á fjórða dag.").

Aðrir í fjölskyldunni í góðum gír, Ari farinn að stunda sundið af meiri alvöru, farinn að bera sig við þá sem eru góðir og reyndi fyrir sér í djúpu lauginni í dag. Íris reytir af sér spakmælin. Var um daginn að reyna að kenna henni að skrifa nafnið sitt rétt en hún hafði aðrar meiningar en ég um það. Hún sat svo í dag og var að ræða hvaða stafir eru með kommu og sagði svo:"Stafurinn minn er með kommu.... en ég skrifa með punkti, hehehe".

2 comments:

Möggublogg said...

Það er náttúrulega vegna páskaundirbúningsins sem gerir að biflíutextar eru þér svo tamir á vörum.
Hvernig væri að setja inn svo sem eins og eina og eina mynd á bloggið.

Kk Mútter

brynjalilla said...

Hvernig er thad Orri aetlar thú ekkert ad skokka til okkar í eina góda heimsókn brádum? En gott ad thú ert upprisinn, passadu thig svo bara á pákaeggjunum...hvad átum vid aftur mörg sidastlidna páska?