Thursday, March 22, 2007

Kvöld í tunglskini

Í stjörnubjörtu og við mánasigð og logn var farinn stuttur 3 mi. hringur niður að Stokkavatni. Fannst ég þungur að sumu leyti en ekki að öllu. Gekk vel, aldrei að niðurlotum kominn á leiðinni.

Smá leiðrétting. Ari átti ekki að keppa á fótboltamóti á þriðjudaginn heldur á laugardaginn. Æfingarleikurinn var á þri. en þá var karlinn lasinn. En hann fer ótrauður á mótið um helgina.

Nú fer að líða að því að ég finni mér hlaup til að fara í í sumar. Kannski Stavanger marathonið, byrja smátt og bæta smám saman við sig, það er stefnan.

2 comments:

brynjalilla said...

hvað er stavanger marþonið langt?

Orri Ingþórsson said...

Alveg frá rásmarki og í mark.

Annars er sennilegt að það sé bundið persónulegri getu hve lang það er hér í Noregi þar sem allt annað væri augljós persónuleg árás og einelti. Já Nossarar voru semsé að uppgötva fyrirbærið einelti. Svo nú má engu eða engum mæla í mót án þess að það sé einelti.