Thursday, March 8, 2007

Quarz

Sveiflur. Ef maður leiðir orku í kvartz kristal þá fer hann að sveiflast á ákveðinni tíðni og er sú tíðni "þýdd" yfir á það sem við sjáum sem ein sekúnda. Ef ég man rétt er tíðni örvaðs kvartzkristals ca. 32.000 Hz. En hvaða máli skiptir þetta annars? Það er góð spurning.

Ekkert hlaupið í dag en kvöldið notað í styrkjandi æfingar upp úr nýju biflíunni: Runner's World Guide to Cross-Training. Já það er alltaf eitthvað nýtt! Og til að bæta gráu ofan á svart hefur sú hugmynd fæðst (getin af Jasoni, móður allra hugmynda) að taka PADI grunnnámskeiðið og opna þannig möguleikann á könnun lítillega stærri hluta þessarar jarðar sem við búum á, þótt þetta einskorðist við 18 metra dýpi sem setur manni nú viss takmörk.

Svo þessi hlaupalogg minn er smám saman að breytast í skrásetningu þess fjölda hugmynda sem lýstur niður í mig á hverjum tíma fyrir atbeina innri og ytri krafta. Því ætti, þegar tímar líða, að vera hægt að ákvarða á hvaða tíðni ég sveiflast.

2 comments:

Lára said...

HAHAHAHAHAHHAHAAA, loksins get ég kommentað á þetta blogg þitt!!!

Vallitralli said...

Reyndar er sveiflutíðni quartzkristalla háð lögun og stærð þeirra en ekki fasti. Það skiptir svo sem ekki öllu máli en rétt skal vera rétt.