Monday, March 19, 2007

The wimping limper stops for nobody!

5 mi. í dag, heiman að svo ég slapp við að taka bílinn, sem er kostur að tvennu leiti. Annarsvegar minnkar útblástur gróðurhúsalofttegunda og í öðru lagi get ég fengið mér í glas áður en ég legg i hann án þess að hafa áhyggjur af að missa teinið!

Hér eru tveir krakkar með kvefpest og hita svo þau hafa verið heima í dag. Ari er að keppa á sínu fyrsta fótboltamóti á morgun svo það ætti að draga hann á fætur á morgun, enda pestin hvorki þung né alvarleg. Stefni að því að hafa með myndavél til að festa á mynd atburðinn og Gústi og Þórahallur fá svo að sjálfsögðu eintak af afrakstrinum enda að stóru leiti á þeirra ábyrgð hvernig komið er, og er það vel!

No comments: